Tvær tillögur að lagabreytingum hafa borist stjórn sem lagðar verða fyrir aðalfund þriðjudaginn 7. febrúar.
Tillögurnar eru eftirfarandi :
Tillaga 1 -
Núverandi 6. gr.
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi, til eins árs í senn. Stjórnina skipa fimm aðalmenn, að formanni meðtöldum, en hann skal kosinn sérstaklega á aðalfundi. Á aðalfundi skal jafnframt kjósa tvo varamenn og tvo skoðunarmenn reikninga.
Tillaga að breytingu 6. gr.
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi, til eins árs í senn. Stjórnina skipa sjö aðalmenn, að formanni meðtöldum, en hann skal kosinn sérstaklega á aðalfundi. Á aðalfundi skal jafnframt kjósa þrjá varamenn og tvo skoðunarmenn reikninga.
Tillaga 2 -
Núverandi 9. gr. Aðalfundur hefur æðsta vald um málefni félagsins. Aðalfund skal halda árlega og eigi síðar en 1. maí ár hvert. Boðað skal til fundarins með að minnsta kosti einnar viku fyrirvara og hann auglýstur opinberlega.
Á dagskrá aðalfundar skal vera:
1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári. 2. Reikningsskil. 3. Kjör stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna reikninga. 4. Kjör fulltrúa í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna. 5. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð. 6. Ákvörðun um félagsgjald. 7. Tillögur um lagabreytingar. 8. Önnur mál.
Tillaga að breytingu 9. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald um málefni félagsins. Aðalfund skal halda árlega og eigi síðar en 1. maí ár hvert. Boðað skal til fundarins með að minnsta kosti einnar viku fyrirvara og hann auglýstur opinberlega.
Á dagskrá aðalfundar skal vera:
1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári. 2. Reikningsskil. 3. Kjör stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna reikninga.
4. Kjör hússtjórnar og blaðastjórnar. 5. Kjör fulltrúa í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna. 6. Kjör fulltrúa í kjördæmisráð. 7. Ákvörðun um félagsgjald. 8. Tillögur um lagabreytingar. 9. Önnur mál.
Comments