top of page
Writer's pictureXD Hveragerði

HAFNAÐ

Tillögum D-listans á bæjarstjórnarfundi í gær var báðum hafnað, líkt og flestum öðrum góðum tillögum sem D-listinn hefur lagt fram á kjörtímabilinu.


Í gær hafnaði meirihluti O-listans og Framsóknar tillögum D-listans um annarssvegar að áfram verði boðið uppá klippikort á gámasvæði bæjarins og hinsvegar tillögu um að ráðið verði tímabundið inn verkefnastjóri menningar-, íþrótta- og frístundamála.


Hér að neðan eru greinargerðir D-listans sem fylgdu með tillögunum :

Klippikort á gámasvæði :

Í upphafi árs 2014 tók þáverandi meirihluti D-listans ákvörðun um að taka upp klippikort á gámasvæði Hveragerðisbæjar sem veitti hverju heimili í bænum gjaldfrjálsan aðgang að gámasvæðinu með allt að einn rúmmetra af gjaldskyldum úrgangi í hvert sinn. Nú öllum að óvörum og án samráðs og kynningar birtist tilkynning rétt fyrir áramót á vef Hveragerðisbæjar um það að engir miðar yrðu í boði á gámasvæðinu á árinu 2023. Bæjarfulltrúar D-listans undrast þessa ákvörðun og þær skýringar sem fulltrúar meirihlutans hafa gefið upp á samfélagsmiðlum þegar að nágrannasveitarfélög Hveragerðisbæjar, meðal annars Árborg og Ölfuss, bjóða enn upp á frímiða á gámasvæðið. Mikil óánægja ríkir hjá íbúum sveitarfélagsins með þessa stefnubreytingu meirihlutans. Frímiðar á gámasvæðið í því formi sem verið hefur í Hveragerði hefur hvatt íbúa til að flokka og skila sorpi á gámasvæðið og hefur ekki falið í sér umtalsverðan kostnað fyrir sveitarfélagið.


Ráðning verkefnastjóra menningar-, íþrótta- og frístundamála. :


Hlutverk menningar- og frístundafulltrúa er mikilvægt fyrir Hveragerðisbæ sem þekkt er fyrir blómlegt menningar-, íþrótta- og frístundalíf. Framundan er skipulag hinna ýmsu hátíða og viðburða fyrir vorið og sumarið og mikilvægt er að fundinn verði aðili til að halda utan um og stýra þeim. Þá er staða íþróttamála í sveitarfélaginu á viðkvæmu stigi eftir fall Hamarshallarinnar og þarf sveitarfélagið að styðja vel við íþróttafélagið á þessum tímum líkt og fyrrverandi menningar- og frístundafulltrúi gerði. Verkefnastjórinn myndi einnig hafa seturétt á fndum menningar-, íþrótta- og frístundanefndar og myndi gegna sama hlutverki þar og menningar og frístundafulltrúi gerði. Starfslýsing verkefnastjóra væri þannig að miklu leyti þau sömu og menningar- og frístundafulltrúa.

19 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page