top of page
  • Writer's pictureXD Hveragerði

Ný stjórn Sjálfstæðisfélagsins

Þann 7. febrúar síðastliðinn fór fram aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði og mættu hátt í 40 manns á fundinn. Kristinn Kristjánsson stjórnaði fundi og Thelma Rós ritaði fundargerð.


Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Kristján Á. Gunnarsson, varaformaður félagsins, gerði grein fyrir störfum stjórnar og félagsins, tvær lagabreytingar lágu fyrir og voru þær báðar samþykktar samhljóða. Meðal lagabreytinga var fjölgun á stjórnarmeðlimum í stjórn félagsins úr 5 í 7 og varamönnum í stjórn var fjölgað úr 2 í 3. Þá var einnig samþykkt að bæta við blaðastjórn sem mun sjá um útgáfu Bláhvers og einnig sett í lög félagsins reglur um hússtjórn. Geir Guðjónsson gerði grein fyrir ársreikningi félagsins, rekstrartekjur félagsins voru árið 2022 4.047.117kr. og rekstrargjöld voru 3.837.922kr og skilaði því félagið hagnaði að upphæð 209.195kr.

Sjálfstæðisfélagið í Hveragerði á 31 fulltrúa í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu sem voru kjörnir á fundinum og þá voru 10 fulltrúar kjörnir í kjördæmisráð.


Ingibjörg Zoëga var endurkjörin formaður félagsins og aðrir í stjórn voru kjörin Kristján Á. Gunnarsson, Geir Guðjósson, Thelma Rós Kristinsdóttir, Hanna Lovisa Olsen, Lilja Björg Kjartansdóttir og Sighvatur Fannar Nathanaelsson. Í varastjórn voru kjörin Jón Aron Sigmundsson, Nína Margrét Pálmadóttir og Birkir Sveinsson. Þá var Laufeyju Sif Lárusdóttir þakkað fyrir hennar störf í þágu félagsins, en hún ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins.


Í lok fundar flutti Guðrún Hafsteinsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og verðandi ráðherra, ávarp og fór hún meðal annars yfir útlendingafrumvarpið sem nú er til umræðu á þingi og önnur málefni sem tengjast Dómsmálaráðuneytinu og málefnum tengdum Efnahags- og viðskiptanefnd þar sem hún er formaður. Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti D-listans í Hveragerði, hélt einnig ræðu og fór þar yfir bæjarmálin og þau mál sem D-listinn hefur lagt áherslu á í bæjarstjórn og fjallaði hann einnig um mikilvægi starfsins hjá Sjálfstæðisfélaginu.



166 views0 comments

Recent Posts

See All

HAFNAÐ

bottom of page