D-listi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis__1

Saga Sjálfstæðisfélag Hveragerðis

Lorem ipsum

Sjálfstæðisfélag Hveragerðis var stofnað...

 

Stjórn félagsins

Stjórn félagsins 2020

Ingibjörg Zoega - Formaður

Geir Guðjónsson - Gjaldkeri

Smári Stefánsson

Thelma Rós Kristinsdóttir

Andri Svavarsson

Varamenn :

Birkir Sveinsson

Laufey Sif Lárusdóttir

stjorn.jpg
 

Fyrri stjórnir félagsins

Hér er að finna upplýsingar um fyrri stjórnir félagsins.

Stjórn 2019

Lorem ipsum...

Stjórn 2018

Lorem ipsum...

Stjórn 2017

Lorem ipsum...

Stjórn 2016

Lorem ipsum...

 

Ársreikningar félagsins

Hér er að finna ársreikninga Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði

Ársreikningur 2020

Ársreikningur 2019

Ársreikningur 2018

Ársreikningur 2017

 

Lög félagsins

Hér er að finna lög Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði

I. kafli: Nafn og tilgangur

 

1. gr.
Félagið heitir Sjálfstæðisfélag Hveragerðis.

 

2. gr.
Markmið félagsins er: 

1. Að berjast fyrir sjálfstæðisstefnunni, sem hefur einstaklings- og atvinnufrelsi og hagsmuni allra að leiðarljósi óháð stétt eða kyni.

2. Að halda úti almennu félagsstarfi fyrir sjálfstæðismenn Í Hveragerði.

3. Að vinna að sem mestu kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins við kosningar til Alþingis og sveitarstjórnar. 

4. Að koma á framfæri við kjörna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, hvort sem er á Alþingi eða í sveitastjórn, ábendingum um sameiginleg hagsmunamál íbúa svæðisins og vinna að framgangi þeirra.

 

II. Kafli: Félagar

 

3. gr.
Aðild að félaginu hafa allir flokksbundnir sjálfstæðismenn með lögheimili í Hveragerði.

 

4. gr.

Hver sá sem óskar eftir inngöngu í félagið skal sækja um það skriflega til stjórnar félagsins.

 

5. gr.

Félagsfundur getur að fenginni tillögu stjórnar og með 2/3 hluta atkvæða vikið úr félaginu hverjum þeim, sem að áliti hennar brýtur lög félagsins eða vinnur gegn stefnu flokksins.
 

III. Kafli: Stjórn félagsins og starfsemi

 

6. gr.
Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi, til eins árs í senn. Stjórnina skipa fimm aðalmenn, að formanni meðtöldum, en hann skal kosinn sérstaklega á aðalfundi. Á aðalfundi skal jafnframt kjósa tvo varamenn og tvo skoðunarmenn reikninga.

 

7. gr.
Innan stjórnar skulu starfa varaformaður, ritari og gjaldkeri auk formanns. Að frátöldum formanni skal stjórnin skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund.

 

8. gr.
Stjórnin heldur fundi eins oft og þurfa þykir. Óski þrír stjórnarmenn eftir fundi og sendi um það skriflega ósk til formanns félagsins, er skylt að halda stjórnarfund.

 

9. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald um málefni félagsins. Aðalfund skal halda árlega og eigi síðar en 1. maí ár hvert. Boðað skal til fundarins með að minnsta kosti einnar viku fyrirvara og hann auglýstur opinberlega.

 

Á dagskrá aðalfundar skal vera:

            1.   Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
            2.   Reikningsskil.
            3.   Kjör stjórnar, varastjórnar og skoðunarmanna reikninga.
            4.   Kjör fulltrúa í fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna.
            5.   Kjör fulltrúa í kjördæmisráð.
            6.   Ákvörðun um félagsgjald.
            7.   Tillögur um lagabreytingar.
            8.   Önnur mál.

 

10. gr.
Félagsfundir skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir og skal stjórn félagsins kappkosta að rækja að öðru leyti hverskonar starfsemi, sem líkleg er til að efla félagið og styrkja málstað þess.

Fund skal halda ef minnst 2/3 hluti félagsmanna Sjálfstæðisfélagsins krefst þess í bréfi til stjórnar. Fundi félagsins skal boða opinberlega.

 

IV. Kafli: Félagsgjald o.fl.

 

11. gr.
Aðalfundur félagsins ákveður upphæð félagsgjalds.

 

12. gr.
Reikningstímabil félagsins miðast við almanaksár.
 

V. Kafli: Lagabreytingar o.fl.

 

13. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi með 2/3 hluta greiddra atkvæða fundarmanna.

 

14. gr.
Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn félagsins eigi seinna en tveim vikum fyrir aðalfund og skulu þær vera aðgengilegar félagsmönnum með að minnsta kosti einnar viku fyrirvara.

 

15. gr.
Að öðru leyti starfar félagið samkvæmt skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins.

 

16. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi.