top of page
  • Writer's pictureXD Hveragerði

Sólborgarsvæðið aftur til Hveragerðisbæjar!


Um áramótin féll úr gildi viljayfirlýsing milli Hveragerðisbæjar og Þróunarfélags NLFÍ slhf. um uppbyggingu á Sólborgarsvæðinu.


Hefði viljayfirlýsingin verið framlengd og haldið áfram með þetta er ljóst að Hveragerðisbær hefði verið að úthluta til eins aðila nær öllu byggingarlandi Hveragerðisbæjar til framtíðar. Þetta hefði líka þýtt að verktakar og einstaklingar sem hefðu viljað byggja í Hveragerði gætu ekki fengið úthlutað lóð næsta áratuginn eða meira. Þetta bentu fulltrúar D-listans á á bæjarráðsfundi þar sem viljayfirlýsingin var samþykkt af meirihluta O-listans og Framsóknar, en ekkert var á það hlustað.


Viljayfirlýsingin minnti um margt á það þegar að þáverandi meirihluti Samfylkingar og Framsóknar seldu þetta sama land í upphafi árs 2006 til fyrirtækisins Eyktar. Þá hafði fyrirtækið Eykt hug á að reisa 2.000 manna byggð á Sólborgarsvæðinu sem aldrei varð af. Hveragerðisbær, í tíð D-listans, eignaðist síðar aftur landið og fékk þar með full yfirráð yfir svæðinu að nýju.


Í viljayfirlýsingunni kemur fram „Viljayfirlýsing þessi gildir til 31.12.2022. Á þeim tíma skulu aðilar ræða saman um mögulega útfærslu samkomulags um framangreint. Aðilar eru jafnframt sammála um að á þeim tíma verði ekki teknar upp viðræður eða gengið til samninga við aðra aðila um landið. Náist ekki að ljúka samkomulagi fyrir 31.12.2022 af tæknilegum ástæðum s.s. að hönnun eða önnur undirbúningsvinna tekur lengri tíma en áætlað er, þá lýsa aðilar yfir vilja sínum til að framlengja gildistíma viljayfirlýsingar þessarar til 30.6.2023.“


Ekkert hefur verið rætt um málið frekar í bæjarstjórn eða bæjarráði og því liggur ljóst fyrir að viljayfirlýsingin féll úr gildi án framlengingar og er það vel þar sem það er ekki forsvaranlegt að afhenda einum aðila svo mikið land án þess að slíkt sé skoðað afar vel með alla hagsmuni bæjarfélagsins að leiðarljósi.


Friðrik Sigurbjörnsson Bæjarfulltrúi D-listans

10 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page