top of page
  • Writer's pictureXD Hveragerði

Af bæjarstjórnarmálum

Hveraportið

Á síðasta bæjarráðs fundi var lagður til þjónustu samningur varðandi Hveraportið við Lóreley Sigurjónsdóttir sem gildir til 31. Desember 2020. Eftir það er bæjarstjóra falið að auglýsa húsnæðið til framtíðar leigu. Horft verður til þess að komandi starfsemi muni lífga uppá bæjarbraginn og nýtast sem flestum íbúum Hveragerðisbæjar. Auglýsing þess efnis verður birt fljótlega og skal skila inn umsóknum fyrir 1. febrúar 2021.

 

Kambaland

Uppbygging í „Kambalandinu“ er komin langt af stað enda rís þar hvert húsið á fætur öðru. Nóg er þó eftir af verkinu og var opnað fyrir tillboð í þriðja hluta hverfisins þann 26. nóvember 2020. Lagt var til að tilboði Aðalleiða yrði samþykkt af bæjarstjórn, að því gefnu að tilboðið uppfylli öll skilyrði, og geti því framkvæmdir hafist innan skamms.

 

Virkjunar áform í Grímsnes- og Grafningshrepp

Lagt var til umsagnar áætlun Grímsnes- og Grafningshreppar um breytingar á aðalskipulagi sem felur í sér að skilgreina iðnaðarsvæði á folaldahálsi. Fyrirhugað er að reisa gufuaflsvirkjun á svæðinu sem nýtast ætti fyrir sumarhúsabyggð. Landsvæðið sem um er talað er rétt fyrir ofan Grænsdal og liggur við álftatjörn. D-listinn fordæmir þessar hugmyndir enda er þetta á svæði á náttúruminjaskrá. Einnig hefur náttúruminjastofnun tilnefnt Grændal í B-hluta náttúruminjaskrá og telja að nýting til orkuvinnslu ógni svæðinu, einnig nýttur Álftatjörn, Kattatjarninr og stórt landsvæði norðvestur af þeim hverfisverndar. Eins og kom fram í fundargerð bæjarráðs

„Virkjun á þessu svæði með tilheyrandi byggingum, borholum, lögnum og öðrum búnaði myndi hafa ófyrirséð, óafturkræf og óendanlega slæm áhrif á lífríki, umhverfi, útivistarmöguleika og náttúruminjar á þessu fallega ósnortna svæði.”

D-listinn leggur áherslu á að almannahagsmunir liggji frekar í verndun á svæðinu framar en röskun þess, enda geti það haft í för með sér ófyrirséðar afleiðingar. Bæjarráð krefst þess að þessum áformum verði hafnað þegar í stað.

 

Jöfnunarsjóður

Reykjavíkurborg hefur lagt fram kröfu á jöfnunarsjóð um 8,7 milljarða króna vegna meintra vangoldinna framlaga. Mörg sveitafélög landsins hafa gagnrýnt þessa kröfu harðlega enda má það vera ljóst að ef hún gengur eftir mun hún einungis bitna á sveitarfélögum landsins og íbúum þeirra, þar sem krafan verði greidd með skertum framlögum úr jöfnunarsjóði. Bæjarráð harmaði það að Reykjavíkurborg skuli fara þessa leið enda hafi hún verið byggð upp af skattborgurum og af hálfu ríkisins sem miðstöð stjórnsýslu, menningar, íþrótta og lista og skorar á Reykjavíkurborg að leita annara leiða. Þá tók bæjarráð undir bréf frá Sveitafélaginu Skagafirði þar sem skorað er á Reykjavík að draga til baka kröfu sína.

 

Fæðingarorlof

Alþingi óskaði eftir umsögn um frumvarp til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Bæjarráð fagnar lenginu fæðingar- og foreldraorlofs í tólf mánuði. D-listinn gagnrýnir þó þá forræðsihyggju sem fyrir finnst í frumvarpinu og hvetur til þess að frelsi foreldra til að deila á milli sín mánuðum verði rýmkað. D-listinn telur að meira traust verði að sýna foreldrum til að taka ákvörðun um hvað sé fjölskyldunni og barninu fyrir bestu. Í nútímasamfélagi eru aðstæður fjölskyldna afar misjafnar og ekki víst að allir passi í það form sem lagt er til í frumvarpinu, því er hætta á að barnið fái ekki full nýttan þann rétt sem það hefur til 12 mánað samveru með foreldrum.


25 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page