• blahver2016

Bláhver Jólablað 2016 komið út!

Nú er jólablað Bláhvers komið út og ættu allir Hvergerðingar að hafa fengið blaðið inn um lúguna hjá sér fyrir jól.

Blaðið í ár er veigamikið eða alls 16 blaðsíður með skemmtilegum og fróðlegum greinum og fréttum úr okkar góða bæjarfélagi.

Í blaðinu má meðal annars finna leiðara frá forseta bæjarstjórnar, fréttir af Sjálfstæðisfélaginu í Hveragerði, fréttir um nýjan leikskóla, listasafnið, skólastarfið og af 70 ára afmælisári bæjarins. Þá eru einnig áhugaverðar greinar eftir formenn umhverfisnefndar og menningar-, íþrótta- og frístundanefndar í blaðinu.

Annáll ársins frá bæjarstjóranum er á sínum stað ásamt viðtalinu sem er stærsti partur blaðsins. Í ár var tekið viðtal við hjónin Ragnheiði og Lars sem eiga og reka Garðplöntustöðina Borg, í viðtalinu ræða þau um fortíðina, garðyrkjuna, börnin og ástina.

Sjálfstæðisfélagið í Hveragerði óskar Hvergerðinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Hægt er að skoða blaðið með því að Smella hér

Share This Post

About Author: Friðrik Sigurbjörnsson