• hveragerditaekifaeranna

Áherslumálin skýr

Ninna Sif Svavarsdóttir prestur og forseti bæjarstjórnar leiðir listann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014, en hún hefur verið í bæjarstjórn síðan 2010. „Samþykkt var á félagsfundi í nóvember sl. að skipa uppstillingarnefnd sem gerði tillögu að lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Uppstillingarnefndin lagði á sig mikla vinnu, ræddi við fjölmarga og lagði síðan fram tillögu sína að framboðslista Sjálfstæðisfélagsins á fjölmennum félagsfundi 27.mars sl. og var hún samþykkt samhljóða. Listinn er frábær blanda af fólki með góða reynslu af sveitarstjórnarmálum og öflugum nýliðum, konum og körlum, fólki á öllum aldri sem á það sameiginlegt að vilja vinna vel fyrir bæinn sinn. Áherslumál D-listans eru skýr: að halda áfram að byggja upp bæjarfélag þar sem lífsgæði fólks á öllum aldri eru sett í öndvegi. Við viljum að það sé eftirsóknarverður kostur að búa í Hveragerði. Við munum áfram byggja hér upp góða þjónustu við íbúa og að vinna að því að bærinn verði einn fallegasti bær landsins en stórátak hefur verið gert á því sviði undanfarin ár. Unnið verði að eflingu atvinnulífs og uppbyggingu ferðaþjónustu með styrkingu innviða bæjarins en þar er vinna við endurskoðun aðalskipulags mikilvæg. Við ætlum að gera dalinn að þeirri útivistarparadís sem hann svo sannarlega á að verða og vinna í samræmi við nýtt skipulag á því svæði“ segir Ninna Sif Svavarsdóttir.

Share This Post

About Author: admin