Fyrir jól var hið árlega jólablað Sjálfstæðisfélags Hveragerðis, Bláhver, dreift í öll hús í Hveragerði og í dreifbýli Ölfuss.
Blaðið er að venju stútfullt af áhugaverðum greinum frá bæjarfulltrúum D-listans bæði aðal- og varafulltrúum. Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis skrifar jólakveðju og Ninna Sif sóknarprestur í Hveragerði ritar jólahugvekju.
Annáll bæjarstjóra er á sínum stað ásamt grein frá formönnum félags sjálfstæðismanna og félags ungra sjálfstæðismanna í Hveragerði.
Viðtal ársins er við Svan Jóhannesson bókbindara sem býr ásamt konu sinni Ragnheiði Ragnarsdóttur í Lækjarbrúninni. Hann hefur búið þar frá árinu 2005 en tenging hans við okkar fallega bæ nær marga áratugi aftur í tímann. Hann flutti fyrst í Hveragerði árið 1940 með foreldrum sínum Jóhannesi úr Kötlum og Hróðnýju Einarsdóttur.
Við þökkum öllum þeim sem auglýstu í blaðinu fyrir þeirra stuðning.
Fyrir þá sem vilja skoða blaðið þá er það að finna hér : https://vefbirting.prentmetoddi.is/Blahver/2021/
Eldri Bláhvers blöð er að finna hér : https://www.blahver.is/utgefidefni
Commentaires