top of page
Writer's pictureXD Hveragerði

Framboðslisti D-listans í Hveragerði 2022

Updated: Mar 22, 2022

Framboðslisti D-listans í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem haldnar verða þann 14. maí næstkomandi var samþykktur einróma á fjölmennum félagsfundi sem fram fór þann 8. mars s.l.


Listinn er skipaður fjölbreyttum hópi einstaklinga með góða þekkingu á málefnum Hveragerðisbæjar. Í hópnum eru reynslumiklir aðilar sem stýrt hafa sveitarfélaginu af festu og skynsemi í mörg ár en þar eru einnig nýir frambjóðendur sem nú stíga sín fyrstu skref í sveitarstjórnarmálum fullir áhuga á því að gera góðan bæ enn betri.


D-listinn hefur skipað meirihluta í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar síðastliðin sextán ár. Aldrei áður hefur Hveragerðisbær notið jafn mikilla vinsælda og rekstur verið í jafn góðum farvegi og á því tímabili. Áhersla hefur verið lögð á skynsamlega uppbyggingu þar sem haldið er í staðaranda bæjarins og hugað að því að framúrskarandi þjónusta haldist í hendur við fjölgun íbúa. Þrátt fyrir gífurlega fjölgun íbúa hefur ánægja íbúa í mörg ár mælst ein sú mesta á landinu og síðastliðið ár voru íbúar Hveragerðisbæjar ánægðastir allra þegar spurt var um sveitarfélagið sem stað til að búa á. Atvinnuuppbygging hefur verið mikil, ferðaþjónusta vex og þrátt fyrir heimsfaraldur sjá íbúar Hveragerðisbæjar nú fram á að fjölbreytt starfsemi sé að flytjast í bæjarfélagið.


Framboðslisti D-listans í Hveragerði 2022

1. Friðrik Sigurbjörnsson, Viðskiptaþróunarstjóri hjá Bláa Lóninu og forseti bæjarstjórnar, 33 ára

2. Alda Pálsdóttir, Framkvæmastjóri íbúðir 60+ í Mörk, 48 ára

3. Eyþór H. Ólafsson, Verkfræðingur og formaður bæjarráðs, 62 ára

4. Aldís Hafsteinsdóttir, Bæjarstjóri, 57 ára

5. Sigmar Karlsson, Deildarstjóri í Grunnskólanum í Hveragerði, 34 ára

6. Ingibjörg Zoëga, Húsmóðir, 50 ára

7. Sigurður Einar Guðjónsson, Verkefnastjóri hjá Landsvirkjun, 48 ára

8. Aníta Líf Aradóttir, Íþróttafræðingur, 33 ára

9. Árni Þór Busk, Forritari og starfsmaður í Grunnskólanum í Hveragerði, 24 ára

10. Halldóra Baldvinsdóttir, Hársnyrtir og förðunarfræðingur, 28 ára

11. Styrmir Jökull Einarsson, Nemi við MR, 19 ára

12. Feng Jiang Hannesdóttir, Starfsmaður Heilsustofnunar NLFÍ, 59 ára

13. Áslaug Einarssdóttir, Starfsmaður á Ás, dvalar- og hjúkrunarheimili, 57 ára

14. Bjarni Kristinsson, Pípulagningameistari, 75 ára


Bæjarstjóraefni D-listans er Aldís Hafsteinsdóttir.

75 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page