Sveitarstjórnarkosningar 2014

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í fullum gangi Hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum landsins Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014 er núna í fullum gangi. Heimilt er að greiða atkvæði utan kjörfundar til kjördags. Innanlands er hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra.  Nánari upplýsingar má nálgast hér. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis ... Read More...

Ninna Sif Svavarsdóttir leiðir lista D-listans

Tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor var samþykkt einróma á fundi félagsins í Hveragerði 27.mars sl. Listann skipa átta karlar og sex konur. Konurnar raðast ofarlega á listann en í efstu átta sætum er jafnt kynjahlutfall. Listann skipa eftirtaldir: 1. Ninna Sif Svavarsdóttir. Prestur og forseti bæjarstjórnar, ... Read More...

Betri framtíð í Hveragerði

Undirbúningur fyrir framtíðina er eitt af megin verkefnum hverrar sveitarstjórnar. Með áætlunum og skipulagningu eru lagðar línur í hverfulum heimi. Línur sem byggðar eru á þeirri bestu þekkingu sem völ er á en ekki síður þeirri reynslu og sýn sem sveitarstjórnarfólk tekur með sér í starfið. Hér í Hveragerði hefur að ... Read More...

Áherslumálin skýr

Ninna Sif Svavarsdóttir prestur og forseti bæjarstjórnar leiðir listann fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2014, en hún hefur verið í bæjarstjórn síðan 2010. „Samþykkt var á félagsfundi í nóvember sl. að skipa uppstillingarnefnd sem gerði tillögu að lista fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Uppstillingarnefndin lagði á sig mikla vinnu, ræddi við fjölmarga og lagði síðan fram tillögu sína ... Read More...

Opið hús alla laugardaga

Bláhver minnir Hvergerðinga og aðra góða gesti á að opna húsið sívinsæla hjá Sjálfstæðisfélagi Hveragerðis er alla laugardaga frá kl. 10:30-12:00. Við hvetjum alla hvort sem þeir geta valdið vettlingi eður ei að mæta og skiptast á skoðunum og fréttum úr bæjarlífinu og hverju því sem hugur kann að standa til. Frambjóðendur og ... Read More...

Birkir stóð við kosningaloforðið

Kosningaheitið efnt! Birkir Sveinsson strengdi þess heit að ef Sjálfstæðismenn myndu vinna bæjarstjórnarkosningarnar síðast, þ.e. 2010, þá skyldi hann hjóla allar götur Hveragerðis á einhjólinu sínu. 16. júní 2013 var komið að því að efna heitið og vann Birkir einarður að því að klára heitið á einhjólinu og sást til hans hjóla ... Read More...

Saga flokksins

Saga Sjálfstæðisflokksins – saga frelsis og þjóðar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður 25. maí 1929 við samruna Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Fyrsti formaður flokksins var Jón Þorláksson, verkfræðingur og síðar borgarstjóri í Reykjavík. Hann gegndi því embætti til 1934 þegar Ólafur Thors tók við. Því næst var formaður dr. Bjarni Benediktsson 1961-1970, þá ... Read More...

Sjálfstæðisfélag Hveragerðis

Núverandi stjórn félagsins var kosin á aðalfundi þess þann 13. maí 2013. Hana skipa: Elínborg Ólafsdóttir formaður Berglind Hofland Sigurðardóttir gjaldkeri Björn Kjartansson Ingibjörg Zoega Daði Sólmundarson Varamenn: Birkir Sveinsson Friðrik Sigurbjörnsson Ragnheiður Elsa Busk ... Read More...