• hopurinn

Sveitarstjórnarkosningar 2014

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í fullum gangi

Hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum landsins

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninganna 31. maí 2014 er núna í fullum gangi.

Heimilt er að greiða atkvæði utan kjörfundar til kjördags.

Innanlands er hægt að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra.  Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla erlendis fer fram í öllum sendiráðum Íslands erlendis, aðalræðisskrifstofum Íslands í New York, Winnipeg, Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum. Einnig er unnt að kjósa utan kjörfundar eftir samkomulagi hjá kjörræðismönnum Íslands erlendis. Nánari upplýsingar má nálgast hér.

Á vef innanríkisráðuneytisins má síðan nálgast fróðlegt myndband sem útskýrir í stuttu máli hvernig utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram.

Tryggðu að atkvæðið þitt komist örugglega til skila og sendu góða kveðju heim.

Share This Post

About Author: admin