• blahver2017

Jólablað Bláhvers 2017 er komið út!

Þá er hið árlega Jólablað Bláhvers komið út og hefur því verið dreift í öll hús í Hveragerði.

Blaðið í ár er, líkt og síðustu ár, veigamikið blað fullt af fróðleik, myndum og jólakveðjum.

Eyþór H. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, skrifar leiðara blaðsins í ár. Einnig er að finna Jólahugvekju frá Séra Jóni Ragnarssyni sóknarpresti, Páll Magnússon oddviti ritar pistil, Elín Káradóttir segir frá starfi félagsins og upplifun sinni af flutning í Hveragerði og Davíð Ernir Kolbeins varaformaður Asks, FUS fer yfir starf ungra Sjálfstæðismanna í Hveragerði.

Annáll ársins frá bæjarstjóranum er á sínum stað ásamt viðtalinu sem er stærsti partur blaðsins. Í ár var tekið viðtal við Sigurveigu Helgadóttir kennara, þar fer hún yfir lífið og talar um fjölskylduna, ásamt því að tala um kennarastarfið sem hún helgaði lífi sínu í 42 ár.

Þá eru einnig áhugaverðar greinar eftir Eyþór formann skipulags- og mannvirkjanefndar, Unni Þormóðsdóttir formann umhverfisnefndar og Friðrik Sigurbjörnsson formann menningar-, íþrótta- og frístundanefndar í blaðinu. Birkir Sveinsson formaður fræðslunefndar segir svo frá nýja leikskólanum.

Hafir þú ekki fengið það inn um lúguna þá er hægt að hafa samband við Sjálfstæðisfélagið í Hveragerði eða einhvern af bæjarfultrúum flokksins og því verður reddað um hæl.

Sjálfstæðisfélagið í Hveragerði óskar Hvergerðinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Hægt er að skoða blaðið með því að Smella hér

Share This Post

About Author: Friðrik Sigurbjörnsson