• blahverforsida2015

Bláhver jólablaðið komið út!

Þá er hið árlega jólablað Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði, Bláhver, komin út. Blaðinu er dreift í öll hús í Hveragerði.

Í blaðinu er að finna leiðara frá forseta Bæjarstjórnar, fréttir frá sjálfstæðisfélaginu, íþróttafélaginu Hamri og Ask, fus í Hveragerði, annál ársins frá bæjarstjóranum, greinar frá Ragnheiði Elínu Árnadóttir ráðherra og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ritara Sjálfstæðisflokksins. Svo er að sjálfsögðu viðtalið sem er ávallt stærsti parturinn af jólablaði Bláhvers. Þetta árið var tekið skemmtilegt og fróðlegt viðtal við hana Gógó í Eden(Valgerði Jóhannesdóttur).

Sjálfstæðisfélagið í Hveragerði óskar Hvergerðinum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Hægt er að skoða blaðið með því að smella hér

Share This Post

About Author: Friðrik Sigurbjörnsson