• hopurinn

Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar 2015 – Samþykkt

Á síðasta bæjarstjórnarfundi endurnýjaði Hveragerðisbær þjónustusamninga sína við Hestamannafélagið Ljúf, Leikfélag Hveragerðis, Golfklúbbs Hveragerðis og Söngsveitar Hveragerðis.

Á fundinum fór einnig fram síðari umræða um fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2015 og var fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða, enda unnin í samvinnu við minnihlutann.

Á næsta ári verður farið í miklar fjárfestingar og viðhald og ber þar helst að nefna:
Viðbyggingu við grunnskólann sem hýsa mun mötuneyti skólans.
Viðhald á sundlaugarhúsinu utandyra og einnig verður sett lyfta í anddyrið sem bæta mun aðgengi fyrir alla.
Slitlag verður lagt á veginn inn að framtíðarbílastæði innst í Dalnum.
Gert ráð fyrir kaupum á hjólaskóflu í áhaldahúsinu.
Viðhald á götum bæjarins og endurbætur á gönguleiðum.

Skuldir og skuldbindingar Hveragerðisbæjar í lok ársins 2015 munu verða 122% af árstekjum samkvæmt útkomuspá. Skv. fjármálareglum sveitarfélaga er heimilt að draga frá skuldum skuldbindingu vegna lífeyris sem fellur til eftir 15 ár og síðar. Sé það gert myndi skuldahlutfallið batna enn frekar og verða 113%. Er skuldastaða sveitarfélagsins því vel undir skuldaþakinu sem lögfest hefur verið í nýjum sveitarstjórnarlögum og batnar hlutfallið með hverju árinu sem líður.

• 2015 113 % af tekjum
• 2016 111 % af tekjum
• 2017 109 % af tekjum
• 2018 103 % af tekjum

Share This Post

About Author: Friðrik Sigurbjörnsson