Áfram öflugt íþróttastarf í Hveragerði

tolli fridrikMeð tilkomu Hamarshallarinnar á liðnu kjörtímabili hafa aðstæður til íþróttaiðkunar stórbatnað í Hveragerði. Deildir innan íþróttafélagsins Hamars hafa með þessu getað fjölgað tímum til íþróttaiðkunar verulega frá því sem áður var.

Göngu- og hjólastígar hvetja til
útivistar
Göngustígar bæjarins hafa verið bættir en mikilvægt er að halda áfram úrbótum á þeim og setja upp lýsingu þar sem henni er ábótavant. Að auki teljum við þörf vera á því að koma upp fleiri bekkjum meðfram mest nýttu göngustígunum. Ráðist var í gerð heilsustígs og hefur æfingakerfi verið sett upp við hann, sem byggir á einföldum og áhrifaríkum æfingum sem henta öllum aldurshópum. Aðgengi að Hamarshöllinni er orðið mjög gott með tilkomu malbikaðra göngustíga og bættri lýsingu. Gaman væri síðan að útbúa sérstakan fjallahjólastíg í Hamrinum með þátttöku áhugasamra fjallahjólaiðkenda en fjallahjólaiðkun hefur aukist til muna í Hveragerði og nágrenni síðustu ár.

Þjónustusamningar tryggja rekstur
Bæjarstjórn Hveragerðis undir forystu D-listans hefur endurnýjað þjónustusamning við Íþróttafélagið Hamar fram til ársins 2016 sem tryggir starfsemi íþróttafélagsins og allra deilda þess. Einnig eru í gangi þjónustusamningar við nær öll önnur starfandi íþrótta- og tómstundafélög í Hveragerði.

Frístundastyrkir verði að veruleika
Við á D-listanum höfum það á stefnuskrá okkar að veita frístundastyrki til barna og ungmenna sem stuðla mun markvisst að þátttöku þeirra í íþrótta- og tómastundastarfi. Frístundastyrkurinn kemur þannig til með að minnka útgjöld foreldra og gefur jafnframt möguleika á því að börn og ungmenni geti stundað fleiri íþróttir og/eða tómstundir.

Bætt aðstaða fimleikadeildar
Fimleikadeild Hamars hefur á kjörtímabilinu haft kost á að sækja fleiri æfingatíma með tilkomu Hamarshallarinnar. Hinsvegar teljum við þörf vera á því að bæta aðstöðu deildarinnar og viljum við skoða, með stjórnum
fimleikadeildar og íþróttafélagsins, hvar brýnasta þörfin er.

Ekið í Hamarshöll
Við munum áfram vinna að því markmiði að yngstu börnin ljúki skólastarfi og tómstundum á sama tíma og hefðbundnum vinnutíma foreldra lýkur. D-listinn mun einnig halda áfram að bjóða upp á rútuferðir milli grunnskólans og Hamarshallarinnar í góðri samvinnu við íþróttafélagið Hamar.

Eflum íþróttir og tómstundir
Ljóst er af framangreindu að mikið og gott starf hefur verið unnið í íþróttamálum í Hveragerði á liðnu kjörtímabili. Stærsta einstaka framkvæmd tímabilsins var bygging Hamarshallarinnar. Verkefnið var risavaxið og varð að veruleika fyrir tilstuðlan bæjarfulltrúa og nefndarmanna D-listans. Við á D-listanum bjóðum okkur fram til þess að vinna áfram að bættu íþrótta- og tómstundastarfi í Hveragerði og óskum eftir stuðningi Hvergerðinga til þess í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Þórhallur Einisson
5. sæti D-listans í Hveragerði
Friðrik Sigurbjörnsson
6. sæti D-listans í Hveragerði

Share This Post

About Author: Friðrik Sigurbjörnsson